miðvikudagur, desember 14, 2005

Að ferðast...

þar sem ég ferðast mikið með strætó þá fer einkennilega langur tími í að velta fyrir sér hinum ýmsu hlutum og málefnum. maður fer að velta fyrir sér réttmæti stríðsins í Írak og hvort farið hafi verið inn af réttum ástæðum, en svo sé ég hund og hugsa:"Hmm, hvernig ætli það sé að vera dýr?" og "Ætli eigandi þessa hunds sé heit einstæði móðir sem býr í Garðabæ?".
þegar maður ferðast mikið með strætó eins og ég geri þá reikar hugurinn töluvert. einnig fara önnur líffæri að gera vart við sig. ekkert er verra en að vera í strætó og þurfa að kúka...jahh nema kannski að missa útlim...eða fá heilahimnubólgu eða...jahh það er kannski margt verra...en það er nú ansi slæmt að þurfa að kúka þegar maður er í strætó. en einu komst ég þó að þegar ég var á leið heim úr skólanum eitt skiptið og sat í þessum gula langferðabíl. maður á að forðast fyrir alla muni að borða varalit!!! var eitt skiptið svo svangur og hafði gleymt að fá mér að snæða þannig ég kíkti í vasana til að gá hvort ég ætti eitthvað nammi...nema hvað finn ég jú Copper Rosa Sacha Cosmetics varalit! hafði heyrt að þetta væri allt orðið náttúrulegt og þannig eins og með þetta nýja afbrigði af fótavaxi...má éta það og læti...en nei nei...þessi varalitur var nú bara á bragðið eins og...jahh varalitur!!! bara ógeðis bragð af þessu...
þegar ég kom heim þá sendi ég framleiðandum póst og kvartaði undan þessu....
minnir mig á það að ég verð að hætta að fikta í snyrtivörum þegar ég sé þær liggja á glámbekk...maður á ekki að vera að safna hlutum...það er óheilbrigt...

5 Comments:

Anonymous said...

Ég var einu sinni í 6 ára bekk í Svíþjóð og bekkjabróðir minn fannst ógeðslega góð lykt af límstiftinu mínu. Einn daginn var ég að fara að nota límstiftið og hver heldurðu að hafi ekki laumast og borðað límið mitt?

Johnny

8:22 PM  
Zindri Freyr said...

...jamm...þetta er undarlegt hvað maður er gjarn á að vera að borða hluti sem maður á ekkert að vera að borða...man einu sinn í ammli hjá Bjarka Stein þá földum við Bjarki okkur undir borði og mauluðum kertin af ammliskökunni hans...kannski þess vegna að ég er svona lítill...hmmm Bjarki hefur bara verið að þykjast borða kerti...

11:36 PM  
Borgþór said...

Hvurn djöfulinn er hundurinn að þvælast svona langar leiðir?

10:51 PM  
Zindri Freyr said...

...hmm...held maður þyrfti að spyrja þessa heitu einstæðu móður að því þegar maður færir henni hundinn...að launum fær maður alveg yndisleg ástarmök...eða kannski bara bjúgu eða eitthvað...hvað er inn í dag annars?

6:33 AM  
Helga Dóra said...

hæmm vildi skilja eftir spor þar sem ég rakst hingað inn good job boy
KV Helga Dóra

1:53 PM  

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home