Það er múðsík í loftinu!!
Til að friða þá sem engan frið hafa þá hef ég ákveðið að búa til lista og færa hann sem friðargjöf í anda friðartíma á friðarstundu...eða jamm...ég var víst klukkaður!!
1. Með hvaða hljómsveit eða flytjanda áttu flestar hljómplötur?
Jah, átti mest með Guns´n Roses og Metallica hérna í denn en svo var þeim stolið úr bíl bróður míns ásamt geislaspilara og fleiru. Á eiginlega bara einhverja samsuðu að allskonar dóti núna, held samt mest
2. Hvað var síðasta lagið sem þú hlustaðir á?
Götu ein dag eftir Eivöru Pálsdóttur, eðal lag þar á ferð og eðal söngkona einnig.
3. Hvaða hljómplata er mest á fóninum hjá þér þessa dagana?
Jahh, hlusta lítið á plötur en er með playlista á iTunes og þar er mest að finna David Bowie, Leonard Cohen, Tom Waits, George Clinton & Parlament Funkadelics, Einstuerzende Neubauten og Pink Floyd. Bara svona samsuða af minni uppáhalds múðsík!
4. Spilarðu á eða langar þig að læra á eitthvað hljóðfæri?
Jah, er með grunnstig í söng, en langaði hér í denn að læra á trommur. Síðan heillaði saxafónninn mig, einnig langaði mig að læra á selló í smá stund. Einnig get ég blásið nokkra tóna á diggerídú!!
0 Comments:
Sendu inn athugasemd
Links to this post:
Create a Link
<< Home