sunnudagur, júní 20, 2004

...og þá kom Svenni!!
þegar ég var ungur þá fannst mér ekkert voðalega gaman í ammælum! ég var feiminn og átti erfitt með að tjá mig, þannin ég faldi mig yfirleitt alltaf í fatahenginu. þegar ég varð eldri þá fór ég að mannast, hætti að fela mig í fatahengjum og fór undir borð og át kerti. ég hef verið lítill síðan að ég man eftir mér og held ég að kertaát mitt sé ein af ástæðunum...nema það sé ein af þessum lygum sem foreldar manns voru alltaf að fylla höfuðið á manni af:"Ef þú borðar kerti hættiru að stækka" "Ef þú drekkur kaffi þá verðuru aldrei stór" "Ef þú situr svona nálægt sjónvarpinu þá færður kassalaga augu" og "EF ÞÚ HÆTTIR EKKI AÐ RUNKA ÞÉR INNI Í ELDHÚSI ÞÁ VERÐURU BLINDUR!"
foreldar eru yfir höfuð lygara. þegar ég verð foreldri þá ætla ég sko ekki að ljúga að barninu mínu...ég ætla alltaf að segja því satt, og búa það undir lífið sem er alger tík!!
en eins og maðurinn sagði forðum:"Þú byrjar ekki til þess að hætta"...spurning um að fara að fá sér eins og eitt tólgarkerti með dijon sinnepi...