Á meðan ég man...
Í tilefni titils seinasta pósts þá fór ég að hugsa, hver man ekki eftir því í gamladaga í skátunum eða bara í gönguferðum þegar maður bjó til vörður eða súrraði saman spýtur? Alla vega ekki ég, þar sem ég var lítið virkur í skátunum og jahh...bara kunni ekki að súrra saman eitt né neitt...átti í mesta basli með að læra þessa fjárans hnúta...nema kannski jarðaberjahnútinn, en það er allt önnur saga. En ég fór í gönguferð um daginn, sem er ekki í frásögu færandi nema ég var orðinn ansi þreyttur snemma i göngunni sökum offitu vandamáls, þannig að ég tyllti mér niður í grasið þar sem ég var staddur. Ég fór að horfa á fuglana og velta fyrir mér hvað það væri nú gaman að geta flogið, en svo varð mér óglatt því ég er svo skelfilega lofthræddur. Ég hætti að horfa á fuglana og fór að svipast um og sá fullt af litlum steinum í kringum mig, mér fundust þessir steinar afar merkilegir því þeir voru nánast algerlega kúlulaga. Ég fór að týna upp þessa steina og safna þeim saman í hrúgu. Síðan þegar ég var kominn með nóg af steinum þá fór ég að hlaða vörður úr þeim og líka að byggja eitt og annað skemmtilega. Þarna var ég búinn að dunda mér í sólinni í drykklanga stund þar til ég heyri fyrir aftan mig:"Þú veist að þú ert að leika þér með lamba kúk." Ég lít við og sé 2 krakka á aldrinum 5-7 ára. Ég horfi vandræðalega á þau í smá stund og hendi svo steinunum í þau og hleyp í burtu.
Ég fer sko ekki út að labba í bráð, maður gerir sig alltaf af einhverju fífli þegar maður er útí náttúrunni.