Kirkjuþing alheimsins...
Þar sem maður er nú í guðfræði þá verður manni oft hugsað til trúarinnar. Jón Gnarr er duglegur að skrifa pistla í Fréttablaðið og eru þeir mis góðir hjá honum, en oftar en ekki eru þeir mjög hlaðnir trúarlegum pælingum. Það er allt gott og blessað, trúin getur gert fólki mjög gott svo framarlega að hún verði ekki að þráhyggju. En eitt mál hefur brunnið mikið á vörum fólks að undanförnu, en það eru giftingar samkynhneigðra. Hinir íhaldssömu trúhópar sem vilja túlka hina helgu bók út frá orðinu vilja meina að það sé ekki guðs vilji að veita blessun sína á þeirra hjónaband, en hinir frjálslegu söfnuðir sem vilja lesa á milli lína bókarinnar góðu telja að um misskilning sé að ræða á túlkun Biblíunnar og að samkynhneigðir eigi fullan rétt á guðslegri blessun. Hef ég heyrt mörg góð rök með eða á móti giftingum samkynhneigðra og hefur mér þótt erfitt að taka eigindlega afstöðu í þessu máli. Sjálfur er ég ekki mjög trúaður (þó svo ég sé í guðfræði), ég hafna ekki trúnni en kaupi hana ekki hráa heldur. Ég fór í guðfræði til að reyna að skilja trú og trúarbrögð. Ég er nú ekki kominn langt áleiðis í náminu, en hef orðið margs vís á þeim tíma sem ég hef stundað þetta nám. Ég hafði aldrei í hyggju að gerast prestur eða djákni, heldur ætlaði ég að færa mig um set og leggja stund á mannfræði eða fornleifafræði. En svo fór ég að hugsa, þar sem þessi klemma hefur myndast í hinum kristna heimi og að ég held að flestir kristnir einstaklingar vilji ekki kaupa giftingu samkynhneigðra hví stofna samkynhneigðir ekki eigin kirkjudeild?
Biblían er trúarrit sem er hægt að túlka á svo margan hátt og vilja allir meina að þeir hafi rétt fyrir sér. Nú vilja ýmsir sagnfræðingar, nýja testamenntisfræðingar, fornleifafræðingar og fleiri fræðingar meina að túlkun samkynhneigðar í nýja testamenntinu hafi verið misskilin. Helst er minnst á samkynhneigð í Guðspjalli Páls og telja þessir fræðingar að Páll hafi verið að tala gegn misnotkun á þrælum, börnum, nemendum og fleira þess eðlis.
Þegar ég fór að velta þessu fyrir mér komst ég að því að trú er líka fín gróðamaskína. Með því að veita alla þá þjónustu sem kirkjan veitir er hægt að græða þó nokkurn pening. Kom þá upp í huga mér snilldar hugmynd, hví ekki að stofna Kapítalísku Kirkjuna! Þar er hægt að braska ýmislegt skemmtilegt. Maður getur gerst sponsor á ógæfu sálir, keypt hlutabréf í himnaríki Hf. í gegnum KB banka, stofnað fjarskiptafyrirtæki í gegnum heilagan anda, selt vígt vatn til þriðjaheims ríkja sem og annara ríkja og landa (nóg er nú af vatni á landi ísa), jafnvel gengið svo langt að bjóða uppá heilagan spíra við altarisgöngur (ef Murtan yrði ekki trúuð við það þá skal ég hundur heita), boðið uppá pakka tilboð; gifting, skilnaður og jarðaför 2 for the price of 1 og ég veit ekki hvað og hvað. Svo geta bankarnir og KK farið í góðan buisness saman og gert fermingarbörn að helsta markaðshópi:"Ef þú hleypir Kristi inní líf þitt, þá eignastu hlutabréf á himnum!" Og þar sem hin Kapítalíska Kirkja segir ekki nei við peningum og býður alla velkomna þá að vitaskuld veitir hún blessun sína á giftingu samkynhneigðra. Hin Kapítalíska Kirkja mun reyna að frelsa alla undan oki misréttis og græða pening í leiðinni. Kapítalíska Kirkjan yrði einskonar andlegur banki. Mammon dýrkun, perhaps but money makes the world go around, for now at least...
Myndi þetta ganga upp? Efast um það...og þó! Margt geðveikara hefur nú verið gert í nafni trúarinnar, sjáið bara Kaþólikkana!
3 Comments:
´´eg skil ekki
Glætan að ég nenni að lesa þetta :P
mjog ahugavert, takk
Sendu inn athugasemd
Links to this post:
Create a Link
<< Home